BÝRÆKT Á SPÁNI
Af atvinnubýræktendum er áætlað að 60% séu faralds býræktendur sem elta blómgun hinna ýmsu tegundum með búin sín. Heildarframleiðsla hunangs er um 30.000 tonn á ári og algengasta hunangstegundin eru blanda frá hinum ýmsu blómum. Mikilvægasta uppsprettan er frá sólblómum, en minna frá sítrusávöxtum (aðallega appelsínu trjám), rósmarín, blóðbergi og beitilyngi. Evrópa er stærsti kaupandi af hunangi í heiminum.
Aðrir sjúkdómar eru minniháttar í samanburði við varroa en eru allir til staðar; amerísk og evrópsk býpest (AFB, EFB), sveppasýkingar, vaxfiðrildi og nosema. Loftsekkjamaur finnst einnig hér, en valda litlum ef einhverjum vandamálum. Margir –sérlega óskráðir býræktendur verða fyrir miklum missi vegna skordýraeiturs. Spænska “býflugan” er “nokkuð árásargjörn” og stinga léttilega við minnstu truflun við búið. Þær eru vel aðlagaðar að landi og veðurfari og eru lítt svermgjarnar. Apis mellifera iberica er svört, lítil og snögghærð. Hún er millistig í þróun býflugna frá Norður-Afríku, Apis mellifera saharensis-intermissa og Apis mellifera mellifera í Norður-Evrópu.

Það má segja að Spánn sé leiðandi í býflugnarækt í Evrópu, með tæplega 16% af heildarframleiðslu hunangs og með 2,86 milljónir býflugnabúa, á undan Frakklandi (10,4% og 1,64 milljónir), Grikkland (19,1% og 1,58 milljónir) og Ítalíu (8,4% og tæpar 1,32 milljónir). Þar að auki eru 80% og tæplega 1,97 milljónir býflugnabúa í eigu atvinnubýræktenda, hæsta hlutfall í ESB og næstum tvöfalt svæðisbundið meðaltal, sem er 40,5%.
Þessi gögn endurspeglast í áhugaverðri skýrslu sem ber yfirskriftina „Hagvísar í býflugnarækt árið 2017,“ sem landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út og gefur til kynna að fjöldi býflugnabúa hafi náð jafnvægi á undanförnum árum, þó þeim hafi fjölgað um 20% á sl. áratug.
Ef við lítum aftur á móti, á fjölda býræktenda, þá er Spánn með tiltölulega fámennan hóp eða 23.816, þ.e. 3,93% af 606.082 í ESB, mun færri en 116.000 (19,14%) í Þýskalandi; 62.575 (10,32%) í Póllandi; 50.000 (8,25%) á Ítalíu; 49.486 (8,16%) í Tékklandi; 41.560 (6,86%) í Frakklandi og 37.888 (6,25%) í Bretlandi.
Um 22,5% spænskra býræktenda eru atvinnumenn, þ.e. 5.361, mun hærra en meðaltalið í ESB, sem er aðeins 5.20% af heildinni, aðeins á eftir Grikklandi (39.53% og 9.716) en á undan Ítalíu (5.357 og 10.71%) og öðrum ESB lönd.
Ýtarlegar upplýsingar frá 2018.